Sigur gegn Fylki 3 í síðasta deildarleiknum

Sigur gegn Fylki 3 í síðasta deildarleiknum

Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu stelpurnar smá forskoti í lok hálfleiksins og leiddu 18-15 í hléinu. Í síðari hálfleik sýndu þær hins vegar gríðarlega góðan leik báðum megin á vellinum og tryggðu sér stóran sigur 39-25 og þsð gegn liði sem er búið að vera í efstu sætum deildarinnar í allan vetur. Með þessum sigri náðu stelpurnar okkar upp fyrir Fylki á stigum og eru nú öruggar með 3. sætið í deildinni.

Sannarlega glæsilegur endir á deildinni að vinna tvö af bestu liðum deildarinnar á heimavelli. Til hamingju stelpur með flottan vetur og miklar framfarir.

Áfram Selfoss