Sigur hjá 3 fl. karla

Sigur hjá 3 fl. karla

Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn af miklu meiri krafti en okkar strákar og voru staðráðnir í því að sækja stig hingað á Selfoss.  Varnarleikur okkar stráka var slakur í fyrri hálfleik og þar af leiðandi markvarslan einnig döpur. Hins vegar gekk betur á hinum megin á vellinum og staðan því í hálfleik 14-16 fyrir gestina eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Grótta var samt alltaf einu skrefi á undan okkar strákum.

Í síðari hálfleik var áherslunum breytt í vörninni og smám saman lokaðist á markaskor gestanna og þá kom auðvitað strax markvarsla í kjölfarið. Sóknarleikurinn var áfram fínn og þegar síðari hálfleikur var hálfnaður þá voru okkar strákar komnir með yfirhöndina 25-20. Sá munur hélst svo til leiksloka og tvö gríðarlega mikilvæg stig í hús. Lokatölur 31-27

Grótta er með hörkugott lið en virtust hins vegar brotna um leið og þeir misstu frumkvæðið í leiknum og gáfu eftir.  Okkar strákar hins vegar náðu að halda haus allan leikinn og spila sinn leik og keyra sama leikskipulag sama á hverju gekk og varð það til þess að þeir kláruðu þennan leik með sigri. 

Næsti leikur liðsins er á útivelli á móti Íslands- og Bikarmeisturum Fram á laugardaginn kemur. Það verður vonandi hörkuleikur sem gaman væri að fá einhverja Selfyssinga á.

Áfram Selfoss