Sigur hjá 3. flokki kvenna á móti KA/Þór

Sigur hjá 3. flokki kvenna á móti KA/Þór

Þær voru undir í hálfleik en náðu að snúa leiknum sér í hag þegar um 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik. Þær náðu að halda frumkvæðinu í leiknum til leiksloka og vinna góðan sigur á góðu liði KA/Þórs. Leikurinn var bæði spennandi og skemmtilegur á að horfa. Selfoss skoraði sigurmarkið 10 sek. fyrir leikslok og vann svo boltann af gestunum áður en þær komu skoti á markið.

Frábær frammistaða hjá öllum stelpunum og gaman að sjá að allir leikmenn höfðu einhverju hlutverki að gegna og allur bekkurinn nýttur til hins ýtrasta. Nú eiga stelpurnar bara einn leik eftir í deildinni og er hann á mánudaginn (á morgun) í Vallaskóla kl. 20:00. Gaman væri að fá jafn marga á leikinn og á föstudaginn og hvetja stelpurnar til sigurs.

Áfram Selfoss