Sigur og tap í 4. flokki kvenna

Sigur og tap í 4. flokki kvenna

Stelpurnar í A-liðinu spiluðu mjög góða vörn eins og oft áður og þá var markvarslan einnig mjög góð. Hins vegar áttu þær í vandræðum með vel útfærða vörn Fylkis. 20 mörk gefa ekki rétta mynd af sóknarleiknum að þessu sinni. Stelpurnar okkar áttu í mesta basli með að skora og þurftu að hafa gríðarlega mikið fyrir hverju marki.

B-liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og ekki tapað leik mjög lengi. Fylkir náði hins vegar góðum leik sérstaklega varnarlega að þessu sinni en stelpurnar okkar skoruðu aðeins 4 mörk í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn hefur verið á mikilli uppleið í vetur en það gekk ekki að þessu sinni. Vörnin var hins vegar ágæt á löngum köflum í leiknum. Selfoss leiddi mest með 4 mörkum í upphafi leiks en svo hrökk allt í baklás.

Bæði liðin munu eflaust gera betur í næstu leikjum enda stelpurnar duglegar að æfa og vilja bæta sig. Framfarirnar hafa verið miklar og þá sérstaklega hjá B-liðinu.

Næstu leikir liðanna eru næsta sunnudag. A-liðið spilar heima gegn Fram en B-liðið úti gegn FH.

Áfram Selfoss