Tap hjá 4 fl. kvenna A liði

Tap hjá 4 fl. kvenna A liði

Mikið hefur verið um meiðsli í flokknum og þótt næstum allar hefðu verið með þá hafa fæstar þeirra nokkuð náð að æfa síðustu 3-4 vikur vegna meiðsla. ÍR liðið mætti mjög grimmt í leikinn og það sást strax í fyrri hálfleik að stelpurnar okkar væru ekki í leikæfingu. Þær náðu sér aldrei á strik í sókninni gegn framliggjandi vörn ÍR en vanalega hentar þessi vörn þeim mjög vel. Vörnin var ágæt á köflum en þó ekki nógu góð til að skila sigri að þessu sinni.

Góðu fréttirnar eru þær að stelpurnar eru allar að verða heilar og því ættu þær að ná sér aftur á strik á æfingum á næstu vikum og verða vonandi komnar í gamla formið sitt þegar úrslitakeppnin byrjar.

Næst leikur liðsins verður í Vestmannaeyjum næsta sunnudag.

Áfram Selfoss