Tap í 2. flokki

Tap í 2. flokki

Leikmenn 2.flokks sóttu Stjörnuna heim um síðustu helgi. Stóðu strákarnir sig með ágætum þangað til 15 mínútur voru eftir af leiknum en þeim kafla tapaði lið með níu marka mun, 13-4. Staðan var 22-19 og allt í járnum en því miður hengdu okkar menn haus í stað þess að halda áfram að berjast. Endaði leikurinn því 35-23 eftir að í leikhléi hafi staðið 15-13. Vonandi koma okkar menn til baka sterkari, en næsti leikur þeirra er gegn FH í bikarnum hér á Selfossi á laugardaginn næsta kl 17.00