Handboltablað Selfoss komið út

Handboltablað Selfoss komið út

Nýtt og brakandi ferskt handboltablað er komið út, ennþá volgt úr prentvélunum. Blaðinu verður dreift á öll heimili á Selfossi ásamt því að það mun liggja inni á flestum bensínstöðvum og verslunum. Dreifing er í fullum gangi og mun klárast núna um helgina.

Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni, þar má nefna viðtal við Perlu Ruth, leikmann meistaraflokks Selfoss og nú landsliðskonu, viðtal við Einar Guðmundsson, yfirþjálfara yngri flokka ásamt skemmtilegri samantekt um Evrópuævintýri Selfossliðsins árið 1992-94. Einnig eru glæsilegar myndir af leikmönnum og meistaraflokkunum sem hægt er að taka út og hengja upp á vegg sem plakat.