Handboltaskóli Selfoss

Handboltaskóli Selfoss

Eins og undanfarin ár verður Handboltaskóli Selfoss starfræktur í íþróttahúsi Vallaskóla í tvær vikur strax að loknum skólaslitum eða 15.-19. júní (frí 17. júní) og 22.-26. júní.

Skólinn er fyrir krakka sem eru fædd frá 2002-2008. Krakkar sem eru fæddir 2005-2008 verða klukkan 10.00-11.00 og krakkar sem eru fæddir 2002-2004 verða klukkan 11.00-12.30.

Verð kr. 4.000 fyrir staka viku en kr. 6.000kr fyrir báðar vikurnar.

Nánari uppplýsingar má fá hjá Erni Þrastarsyni skólastjóra og handknattleiksþjálfara í síma 773-6986.

Skráningar fara fram á selfosshandboltaskoli@gmail.com.

Allar upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Umf. Selfoss má finna á heimasíðu okkar og í sumarblaði Árborgar.