Handboltaskóli Selfoss

Handboltaskóli Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða tvær vikur í boði í ár það eru vikurnar 19.-23. júní og 26.-30. júní. Stök vika kostar kr. 5.000 en báðar vikurnar kosta kr. 7.000. Handboltaskólinn fer fram í íþróttahúsinu í Vallaskóla.

Krakkar fæddir 2007-2010 verða frá klukkan 10:00 til 11:00 og krakkar fæddir 2004-2006 verða frá klukkan 11:00 til 12:00. Leiðbeinandi er Örn Þrastarson handknattleiksþjálfari og íþróttafræðinemi. Skráning í handboltaskólann fer fram á netfangið selfosshandboltaskoli@gmail.com og í síma 773-6986.

Það eru allir velkomnir í handboltaskólann og vonumst við til að sjá sem flesta.