Handboltaveisla á morgun

Handboltaveisla á morgun

Það verður  nóg um að vera í handboltanum á morgun en tveir heimaleikir eru á dagskrá. Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Haukum klukkan 18:00 og meistaraflokkur karla tekur á móti Fram klukkan 20:00.

Þetta eru síðustu leikirnir fyrir langt jólafrí hjá báðum liðum og mikilvægt fyrir þau að fá góðan stuðning. Þetta er því síðasti séns að koma og sjá leiki á þessu ári en næstu leikir eru ekki fyrr en í lok janúar. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við okkar fólk sem ætlar sér ekkert annað en sigur.

Nóg verður um að vera, grillaðir hamborgarar á milli leikja, Dominos pizzur, sláarskot og margt fleira.