Handboltavertíðin hafin

Handboltavertíðin hafin

Eitt af einkennum haustsins er að þá fer Íslandsmótið í handbolta af stað. Eins og Sunnlendingar allir vita spila báðir meistaraflokkar Selfoss í Olís-deildinni á komandi tímabili og hófst fjörið í gær þegar strákarnir unnu góðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. Stelpurnar hefja hins vegar leik á heimavelli í íþróttahúsi Vallaskóla á morgun þegar þær taka á móti Fram kl. 14:00.

Handboltavefurinn FimmEinn.is hefur rýnt í undirbúning liðanna fyrir keppnistímabilið og birti spá fyrir efri hluta deildarinnar og neðri hluta deildarinnar. Samkvæmt spá FimmEinn.is endar Selfoss í neðsta sæti deildarinnar en því er Tinna Soffía Traustadóttir fjarri því að vera sammála eins og kemur fram í viðtali við hana á vefnum.

Samkvæmt spá leikmanna og þjálfara í Olís deildinni sem kynnt var á árlegum kynningarfundi HSÍ verða Selfyssingar í neðri hluta deildarinnar.

Spá leik­manna og for­ráðamanna fyr­ir Olís­deild kvenna:
1. Stjarn­an
2. Fram
3. Val­ur
4. Hauk­ar
5. Grótta
6. ÍBV
7. Sel­foss
8. Fylk­ir

Tags: