Handknattleiksdeildin og Sportís semja

Handknattleiksdeildin og Sportís semja

Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.

Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta. Sportís mun einnig bjóða öllum iðkendum og félagsmönnum 20% afslátt hjá skóm hjá Sportís. Snemma í haust verður Asics-dagur í Hleðsluhöllinni þar sem iðkendur geta keypt skó fyrir veturinn, dagurinn verður nánar auglýstur síðar.

Nánar er hægt að kynna sér vörur Sportís inn á heimasíðu Sportís.


Mynd: Skúli Jóhann Björnsson eigandi Sportís og Þórir Haraldsson formaður undirrita samninginn.
Umf. Selfoss / ESÓ