Hanna í lokahópi U-20

Hanna í lokahópi U-20

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í 16 manna lokahópi U-20 ára landsliðs kvenna. Hanna er ekki eini Selfyssingurinn í liðinum því að Kristrún Steinþórsdóttir leikmaður danska liðsins Aarhus er einnig í hópnum.

Um páskana, 18.-20.apríl, leikur liðið hér á Íslandi í undanriðli HM ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar.

Dagskráin liðsins er eftirfarandi:

18. apríl kl. 14 Ísland – Úkraína
19. apríl kl. 14 Ísland – Rúmenía
20. apríl kl. 16 Ísland – Slóvenía

Hópurinn kemur saman til æfinga 24. mars.

Sjá tilkynningu á heimasíðu HSÍ.