Hanna markahæst í Olísdeildinni

Hanna markahæst í Olísdeildinni

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, er markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna. Hún hefur skorað 78 mörk í tíu leikjum og er með gott forskot á næstu leikmenn. Hrafnhildur Hanna er gríðarlega sterkur leikmaður sem nýlega var valin í A-landslið Íslands sem komst áfram í undankeppni HM.

Fjallað er um markahæstu leikmenn Olísdeildar kvenna á vefnum Fimmeinn.is en þar var úrvalslið fyrri umferðar Olísdeildarinnar einnig valið og er Hanna þar í hlutverki vinstri skyttu.

Hrafnhildur Hanna er markahæst og í úrvalsliði fyrri umferðar Olísdeildarinnar.
Mynd. Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir