Hanna markahæst Olísdeildar

Hanna markahæst Olísdeildar

Að loknum 6 umferðum í efstu deild handbolta kvenna Olísdeildinni er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst. Hún hefur skorað 60 mörk í þessum leikjum sem gerir þá að meðaltali 10 mörk í leik, frábær árangur hjá henni.

Selfossliðið er í 5. sæti í deildinni, hefur unnið fjóra leiki og tapað tveimur.

Hrafnhildur Hanna er á góðri leið með að verða einn öflugasti leikmaður landsins, hún er ótrúlega kraftmikil, hefur yfir að ráða gríðarlegum hraða og mikilli tækni og síðast en ekki síst keppnisskapi og baráttuanda sem aðrir geta tekið sér til fyrirmyndar.

Fimm markahæstu leikmenn Olísdeildarinnar:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss – 60 mörk í 6 leikjum.
Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fjölnir – 48 mörk í 6 leikjum.
Vera Lopes, ÍBV – 46 mörk í 6 leikjum.
Patricia Szölösi, Fylki – 42 mörk í 6 leikjum.
Ramune Pekarskyte, Haukum – 41 mark í 6 leikjum.

Næsti leikur Selfoss er á útivelli gegn Aftureldingu nk. laugardag 24. október kl. 13:30, síðan mæta stelpurnar Val á heimavelli nk. þriðjudag, hinn 27. október kl. 19:30.

MM