Hanna og Haukur mættust í landsleik

Hanna og Haukur mættust í landsleik

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir spilaði æfingaleik með A-landsliðinu á laugardag á móti U-16 ára liði karla en þar spilaði á móti henni Haukur Þrastarson bróðir hennar.

Strákarnir unnu 34-21 en leikurinn var undirbúningur kvennalandsliðsins fyrir leiki á móti Frakklandi í Valshöllinni miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00 og á móti Þýskalandi í Stuttgart sunnudaginn 5. júní kl. 15:00.

 

Systkinin Hanna og Haukur voru sátt í lok leiks.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðbjörg H. Bjarnadóttir