Hanna spilar áfram með Selfoss

Hanna spilar áfram með Selfoss

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður Olís deildarinnar var í Noregi við æfingar fyrir jól. Í viðtali við handboltavefinn Fimmeinn sagði hún frá ferðinni og framtíðinni.

Við viðtalið má bæta að Hanna fékk strax í kjölfarið gott tilboð frá norsku liði sem vildi að hún kæmi strax út núna um áramótin. Þrátt fyrir gott tilboð þá ákvað hún að hafna því og spila áfram með Selfossi.

Mynd: Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir