Happdrætti Mjaltavélarinnar

Happdrætti Mjaltavélarinnar

Á morgun þegar stelpurnar leika við Stjörnuna í Vallaskóla klukkan 13:30 ætlar Mjaltavélin að draga  í happdrætti sínu í hálfleik, sem er fyrir meðlimi Mjaltavélarinnar.

Í vinning er: 10 þúsund kr. inneign í Motivo auk einnar ostakörfu.

Að ganga í Mjaltavélin er mjög einfalt, það kostar einungis 1.500 kr. á mánuði. Inn í því er innifalið frítt á alla mfl. kk og kvk leiki. Kaffi í hálfeik og eftir leik. Þið getið svo skráð ykkur í miðasölunni fyrir hvern heimaleik eða hjá leikmönnum meistaraflokkana.