Harpa til Vendsyssel

Harpa til Vendsyssel

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir kveður Selfoss þar sem hún flytur til Álaborgar í Danmörku en hún mun leika þar með danska B-deildarliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð.  Harpa er 22 ára gömul og hefur leikið með Selfoss undanfarin tvö tímabil, hún skoraði m.a. 58 mörk í 21 leik í Olísdeildinni nú í vetur.

Harpa er að fara í náms til Álaborgar en hún er í sambandi með Selfyssingnum Ómari Inga Magnússyni sem leikur einmitt með Aalborg.

Við þökkum Hörpu fyrir samfylgdina og óskum henni góðs gengis í Danaveldi.