Haukar númeri of stórir fyrir Selfyssinga

Haukar númeri of stórir fyrir Selfyssinga

Í karlaflokki í Coca Cola bikar HSÍ urðu Selfyssingar að lúta í lægra haldi gegn Haukum sem tryggðu sér um leið sæti í Laugardalshöllini, með þriggja marka sigri á Selfossi á heimavelli sl. föstudag.

Selfoss var betra á öllum sviðum leiksins í upphafi og náði mest sex marka forystu 6-12. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hálfleik 14-15.

Haukar mættu af krafti í síðari hálfleik, skoruðu fyrstu tvö mörkin og náðu forystu. Þar með voru Haukar komnir með yfirhöndina og litu aldrei um öxl þó svo að Selfyssingar héldu í við Haukana til loka leiks. Strákarnir okkar náðu aðeins að laga stöðuna á lokametrunum og ná forystu Hauka niður í þrjú mörk, leikurinn endaði með sigri Hauka, 31-28.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Mörk Selfoss skoruðu: Elvar Örn Jónsson 10, Teitur Örn Einarsson 6, Guðni Ingvarsson 4, Alexander Már Egan 3, Hergeir Grímsson 2, Einar Sverrisson 2, og Sverrir Pálsson 1.

Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE