Haukar sigurvegarar Ragnarsmótsins

Haukar sigurvegarar Ragnarsmótsins

Haukar unnu alla leiki sína á Ragnarsmótinu sem lauk í dag og eru því sigurvegarar mótsins.

Haukar vs Selfoss 30-23

Haukar vs Valur 26-25

Haukar vs Fram 27-26

Selfysssingar kepptu við Val í síðasta leik mótsins og biðu lægri hlut 17-23 en áttu eigi að síður marga góða spretti á mótinu.
Markaskor:
Hergeir og Magnús Öder með 4 mörk
Guðjón Á og Árni Geir með 3 mörk
Teitur með 2 mörk
Rúnar með 1 mark

Birkir Fannar með frábæra markvörslu í leiknum.

Einstaklingsverðlaun Ragnarsmóts:
Besti leikmaður: Janus Daði Smárason Haukar
Besti sóknarmaður: Hergeir Grímsson Selfoss
Besti varnarmaður: Orri Freyr Gíslason Valur
Besti markmaður: Sigurður I. Ólafsson Valur
Markahæsti leikmaðurinn: Sigurður Örn Þorsteinsson Fram

MM