Haukur dró sig úr U17 ára liðinu

Haukur dró sig úr U17 ára liðinu

Undir 17 ára landslið Íslands í handbolta karla er á leið til Frakklands 15-22.janúar. Þeim var boðið að taka þátt í æfingamóti sem verður haldið í tengslum við HM karla í handbolta. Liðinu var boðið að keppa á þessu móti eftir að hafa sigrað lið Frakklands á móti í Frakklandi í október síðastliðnum.

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var valinn í liðið en hann varð að draga sig úr hópnum um helgina þar sem hann á við meiðsli að stríða eftir Norden cup í Svíþjóð sem koma í veg fyrir að hann geti spilað þessa leiki.

Haukur þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.
Ljósmynd: Umf. Selfoss