Haukur með U-18 í Lubeck

Haukur með U-18 í Lubeck

Haukur Þrastarson var með U-18 ára landsliði Íslands á Nations Cup sem haldið var Í Lubeck í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið lék þrjá leiki og unnu þeir einn, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli. Fyrsti leikurinn var við Norðmenn og unnu þeir hann með einu marki, 26-25. Haukur var markahæstur Íslendinga með níu mörk. Næsti leikur var gegn Þjóðverjum, sem tapaðist, 25-26, Haukur skoraði fimm mörk fyrir Ísland. Strákarnir gerðu síðan jafntefli í síðasta leik gegn Ísrael, 28-28. Haukur skoraði var með tvö mörk.