Haukur valinn mikilvægasti leikmaðurinn

Haukur valinn mikilvægasti leikmaðurinn

Haukur Þrastarson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn (MVP) á EM U18 sem fram fór í Króastíu í vikunni þar sem Ísland tók silfurverðlaun. Ísland tapaði með fimm mörkum, 32-27, gegn Svíum í úrslitaleik á sunnudaginn þar sem Haukur skoraði fjögur mörk, en hann skoraði alls 47 mörk á mótinu og var þriðji markahæsti maður mótsins. 

Leikurinn fór illa af stað fyrir Ísland og komust Svíar 5-1 yfir í upphafi leiks, staðan í hálfleik var 12-12. Áfram var jafnræði með liðunum en Svíar breyttu stöðunni úr 20-20 í 23-20 um miðjan síðari hálfleik. Það bil náðu okkar drengir aldrei að brúa og lokatölur fimm marka sigur Svía, 32-27.


Mynd: Haukur tekur á móti verðlaunum fyrir að mikilvægasta leikmann mótsins.