Heims- og Ólympíumeistararnir á Selfossi

Heims- og Ólympíumeistararnir á Selfossi

Heims- og Ólympíumeistarar Noregs voru í heimsókn á Selfossi í seinustu viku þar sem þær mættu íslenska landsliðinu í æfingaleik. Þjálfari Norðmanna, Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, var í æfingaferð með lið sitt á Laugarvatni og var landsleikurinn hluti af ferðinni. Að loknum leik sem þær norsku sigruðu 43-31 bauð Sveitarfélagið Árborg leikmönnum og aðstandendum liðanna í hressingu í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss.

Við það tækifæri smelltum við mynd af þjálfurum og fyrirliðum liðanna. Frá vinstri Hrafnhildur Skúladóttir, Ágúst Jóhannsson, Karoline Breivang, Heidi Löke, Stine Oftedal og Þórir Hergeirsson.

Tags: