Heitt í kolunum hjá handboltanum

Heitt í kolunum hjá handboltanum

Það verður heitt í kolunum fyrir handboltaleiki helgarinnar hjá meistaraflokkum Selfoss. Boðið verður upp á grillaða hamborgara fyrir leik strákanna á föstudagskvöld kl. 20:00 og stelpnanna á laugardag kl. 13:30. Hamborgari og gos á 1.000 kall sem er gjöf en ekki gjald. Tilvalið að bjóða fjölskyldunni á leik og út að borða í leiðinni. Óhætt er að lofa góðum mat og skemmtun í íþróttahúsi Vallaskóla í vetur. Mætum tímanlega á leikina og njótum félagsskaps með öðrum stuðningsmönnum Selfoss.

Tags: