Heitt í kolunum í Vallaskóla í kvöld

Heitt í kolunum í Vallaskóla í kvöld

Meistaraflokkur Selfoss í handknattleik spilar í Olísdeildinni í kvöld þegar liðið mætir Val. Leikur liðanna fer fram í Vallaskóla og hefst klukkan 19:30. Það verður heitt í kolunum fyrir leik þar sem boðið verður upp á grillaða hamborgara og vonandi verður allt á suðupunkti í leiknum.

Hvetjum fólk til að mæta snemma í borgara og hvetjum stelpurnar okkar áfram. Vegna niðurröðunar leikja er næsti heimaleikur stelpnanna ekki fyrr en 18. febrúar svo að nú er tækifærið að sjá stelpurnar á heimavelli.