Hergeir framlengir við Selfoss

Hergeir framlengir við Selfoss

Hornamaðurinn Hergeir Grímsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til þriggja ára.

Hergeir, sem á einmitt afmæli í dag, er 22 ára gamall. Hann er Selfyssingum vel kunnur enda fæddur hér og uppalinn. Það er okkur mikil ánægja að Hergeir skuli framlengja við handknattleiksdeildina, en hann er búinn að vera lykilmaður í ungu og efnilegu liði Selfoss undanfarin ár.

Við óskum honum jafnframt til hamingju með daginn!