Hilmar og Sigrún Arna komin heim

Hilmar og Sigrún Arna komin heim

Í gær var undirritaður samningur við Hilmar Guðlaugsson og Sigrúnu Örnu Brynjarsdóttur um þjálfun hjá handknattleiksdeild Selfoss.

Hilmar mun stýra meistarflokki kvenna ásamt Sebastian Alexanderssyni auk þess að koma að þjálfun yngri flokka og kennslu í handknattleiksakademíu FSu. Hilmar þjálfaði áður hjá HK auk þess að vera landsliðsþjálfari U-19.

Sigrúnu Örnu þekkjum við öll af góðu einu en hún mun einnig koma að þjálfun hjá félaginu. Auk þess sem hún er kærkomin viðbót við efnilegt lið meistaraflokks kvenna.

Við bjóðum þessa ungu og kraftmiklu fjölskyldu velkomna til liðs við Selfoss.

Rætt var við Hilmar á vef Sunnlenska.is og Lúðvík formann handknattleiksdeildar á handboltavefnum FimmEinn.is.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl