
21 ágú HM bronsið heim

Í hálfleik leiks Selfoss og Fram sem fram fór á Ragnarsmótinu fyrr í kvöld voru bronsverðlaunahafar okkar í U-19 ára landsliðinu frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi heiðraðir.
Kjartan Björnsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar þakkaði þeim selfyssku fjórmenningum sem í víking austur til Rússlands héldu og komu hlaðnir eðalmálmum til baka.
Jón Birgir Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Stefánsson og Einar Guðmundsson eru svo sannarlega einstakir fulltrúar okkar.
MM