HM bronsið heim

HM bronsið heim

Í hálfleik leiks Selfoss og Fram sem fram fór á Ragnarsmótinu fyrr í kvöld voru bronsverðlaunahafar okkar í U-19 ára landsliðinu frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi heiðraðir.

Kjartan Björnsson fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar þakkaði þeim selfyssku fjórmenningum sem í víking austur til Rússlands héldu og komu hlaðnir eðalmálmum til baka.

Jón Birgir Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Stefánsson og Einar Guðmundsson eru svo sannarlega einstakir fulltrúar okkar.

MM

 

Tags:
, , ,