Hóf fyrir bikarmeistarana í Tryggvaskála

Hóf fyrir bikarmeistarana í Tryggvaskála

Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson, sem reka Kaffi Krús og Tryggvaskála, buðu bikarmeisturum 3. flokks í handknattleik í humarsúpu í Tryggvaskála sl. þriðjudag í tilefni af glæsilegum árangri þeirra. Þar mættu strákarnir ásamt þjálfaratríóinu með bikarinn í farteskinu.

„Okkur finnst Selfyssingar ekki standa sig nógu vel í að taka á móti sigurliðum. Við ákváðum því að bjóða strákunum í humarsúpu“, sagði Tommi í samtali við DFS.is.

Strákarnir stilltu sér upp fyrir utan Tryggvaskála með Ölfusárbrú og Ingólfsfjall í baksýn.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur