Hörður á vegginn í Vallaskóla

Hörður á vegginn í Vallaskóla

Í tengslum við leik Selfoss og ÍH á föstudag verður afhjúpað skilti á vegg íþróttahúss Vallaskóla til heiðurs Herði Bjarnarsyni sem spilaði meira en tíu ár samfellt fyrir Selfoss á árunum 1999-2013. Í hálfleik mun handknattleiksdeildin jafnframt skrifa undir samstarfssamninga við styrktaraðila sína. Hvetjum stuðningsmenn Selfoss að mæta til að heiðra Hörð og styðja Selfoss í toppbaráttunni í 1. deild.