Hörkuleikur í 4. flokki á fimmtudag!

Hörkuleikur í 4. flokki á fimmtudag!

Á morgun fimmtudag fer fram áhugaverður leikur í 4. flokki karla þegar Haukamenn koma í heimsókn og leika gegn Selfyssingum í Vallaskóla í Eldri árgangi (97). Leikurinn fer fram kl. 20:00 og hvetjum við fólk eindregið til að mæta og styðja við bakið á strákunum.

Fyrir leikinn eru Selfoss og Haukar jöfn í efsta sæti deildarinnar bæði með 10 sigra og 1 tap í 11 leikjum. Það er því von á hörkuleik.

Áfram Selfoss