Hótel Selfoss nýr styrktaraðili Handknattleiksdeildarinnar

Hótel Selfoss nýr styrktaraðili Handknattleiksdeildarinnar

Handknattleiksdeild Selfoss og Hótel Selfoss skrifuðu undir samstarfssamning í kvöld. Það er mikið fagnaðarefni þegar nýir aðilar koma inn í starf deildarinnar en það verður aldrei of oft sagt að án fyrirtækja og velunnara deildarinnar er ekki hægt að halda úti því öfluga starfi sem þar er unnið.

Handknattleiksdeild Selfoss þakkar forsvarsmönnum Hótel Selfoss fyrir þeirra hlut og hlakkar til að eiga með þeim gott samstarf á næstu árum.

Á meðfylgjandi mynd eru Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, og Jónas Yngvi Ásgrímsson, markaðsstjóri Hótel Selfoss að handsala samninginn. Með þeim á myndinni eru tveir af leikmönnum meistaraflokks karla.

 

Tags: