Hrafnhildur Hanna best í Póllandi

Hrafnhildur Hanna best í Póllandi

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór með íslenska landsliðinu í handbolta í æfinga-og keppnisferð til Póllands í seinustu viku. Hópurinn æfði stíft undir leiðsögn nýrra landsliðsþjálfara, þeirra Axels Stefánssonar og Jónatans Magnússonar áður en það lék tvo vináttuleiki gegn Svíþjóð og Slóveníu.

Fyrri leiknum, sem var gegn sterku liði Svía, lauk með tíu marka sigri Svía 23-33 og skoraði Hanna eitt mark í leiknum. Í seinni leiknum hafði Ísland eins marks sigur á Slóveníu eftir fjörugan og skemmtilegan leik. Hanna var valin besti leikmaður Íslands í leiknum á móti Slóvakíu á en hún skoraði fimm mörk fyrir Ísland. Hún spilaði miðjuna hjá Íslandi stóran hluta af leiknum.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson