Hrafnhildur Hanna besti sóknarmaðurinn

Hrafnhildur Hanna besti sóknarmaðurinn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leikmaður Selfoss hlaut tvenn verðlaun á lokahófi HSÍ sem fram fór í seinustu viku. Hún var markahæst í Olís-deild kvenna með 174 mörk auk þess sem hún var kosin besti sóknarmaður deildarinnar.

Hrafnhildur Hanna með verðlaun sín á lokahófi HSÍ.
Ljósmynd: HSÍ