Hrafnhildur Hanna efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna

Hrafnhildur Hanna efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var valin efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna á lokahófi HSÍ sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld, 11. maí 2013.

Hrafnhildur Hanna var ein af burðarásum Selfossliðsins sem endaði í 9. sæti N1-deildarinnar núna í vor. Hún var markahæsti leikmaður liðsins með 96 mörk í 16 leikjum, en hún var einnig valin besti sóknarmaður Selfossliðsins á lokahófi deildarinnar á dögunum.

 

IMG_2215