Hrafnhildur Hanna heiðruð fyrir frábæran árangur

Hrafnhildur Hanna heiðruð fyrir frábæran árangur

Hrafnhildi Hönnu var færð viðurkenning frá Handknattleiksdeild Selfoss í síðustu viku. Þessi frábæri íþróttamaður og fyrirmynd hefur spilað með A-landsliði Íslands nú í vetur ásamt því að vera markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna með 159 mörk í deildinni.

Stjórn deildarinnar óskar Hönnu innilega til hamingju með frábæran árangur og er stolt af því að hafa svo glæsilegan fulltrúa innan sinna raða.

Mynd: Hrafnhildur Hanna með viðurkenningu frá Handknattleiksdeildinni fyrir frábæran árangur í vetur. /Jóhannes Ásgeir Eiríksson