Hrafnhildur Hanna í lokahóp U-20

Hrafnhildur Hanna í lokahóp U-20

Hrafnhildur Hanna er í lokahóp U-20 ára landsliðs kvenna í handbolta. Liðið mun leika hér á Íslandi í undanriðli ásamt Úkraínu, Rúmeníu og Slóveníu. Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í lokakeppni HM sem fram fer í Króatíu í sumar. Leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni dagana 18. til 20. apríl.

Handknattleiksdeild Selfoss óskar Hrafnhildi Hönnu til hamingju með sæti í landsliðinu en hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og er ein efnilegasta handknattleikskona landsins.

Tags:
,