Hrafnhildur Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Hrafnhildur Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, langmarkahæsti leikmaður Selfoss og Olís-deildarinnar, var valin sem miðjumaður í lið ársins í Olís deild kvenna í vetur. Það voru þjálfarar í deildinni sem kusu í liðið.

Eins og áður segir var hún langmarkahæst og einn besti leikmaður deildarinnar í vetur. Hún skoraði 174 mörk fyrir Selfoss og var langmarkahæst þrátt fyrir að hafa misst af síðustu þremur leikjum Selfoss vegna meiðsla.

Nánar er fjallað um Hönnu á vef Sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna  lengst til hægri í fríðu úrvalsliði Olís-deildainnar.
Ljósmynd: HSÍ