Hrafnhildur Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Hrafnhildur Hanna í úrvalsliði Olís-deildarinnar

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í úrvalsliði Olísdeildar kvenna en tilkynnt var um valið á blaðamannafundi í Ægisgarði í gær. Liðið var valið af þjálfurum í deildinni.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Vinstra horn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Haukar
Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukar
Leikstjórnandi: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægri skytta: Sólveg Lára Kjærnested, Stjarnan
Hægra horn: Íris Ásta Pétursdóttir, Valur
Línumaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta
Besti varnarmaður: Anna Úrsúla Guðmundsson, Grótta

Ljósmynd af vef HSÍ.