Hrafnhildur Hanna langmarkahæst

Hrafnhildur Hanna langmarkahæst

Þegar 10. umferðum er lokið í Olís deild kvenna og deildin komin í jólafrí er Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir langmarkahæst í deildinni.

Hrafnhildur Hanna er komin með alls 96 mörk en næst markahæsti leikmaður liðsins er Perla Ruth Albertsdóttir með 42 mörk.

Valskonan Diana Satkauskaite er næstmarkahæst í deildinni með 81 mark og Ester Óskarsdóttir úr ÍBV kemur þar á eftir með 80 mörk en nokkuð langt er í næstu leikmenn.