Hrafnhildur Hanna markahæst í Olís-deildinni

Hrafnhildur Hanna markahæst í Olís-deildinni

Keppni í Olís-deild kvenna er komin í frí og hefst að nýju í upphafi janúar á næsta ári. Næsti leikur Selfyssinga er laugardaginn 9. janúar kl. 14:00 þegar liðið tekur á mótið Haukum í íþróttahúsi Vallaskóla.

Nú þegar helmingi mótsins er lokið er Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir langmarkahæst í Olís-deildinni með 118 mörk í 13 leikjum og eini leikmaður deildarinnar sem hefur skorað fleiri en hundrað mörk.

Tveir aðrir leikmenn Selfoss eru á listanum en það eru þær Adina Maria Ghidoarca sem er í 12. sæti með 69 mörk í 13 leikjum og Carmen Palamariu sem er í 21. sæti með 60 mörk í 13 leikjum.

Það var handboltavefurinn Fimmeinn.is sem tók saman lista yfir markahæstu leikmenn Olís-deildarinnar.