Hrafnhildur Hanna markahæst í Póllandi

Hrafnhildur Hanna markahæst í Póllandi

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir lék tvo vináttulandsleiki með íslenska kvennalandsliðið gegn Póllandi um helgina.

Liðið tapaði fyrri leiknum 31-26 þar sem Hrafnhildur Hanna fór á kostum og skoraði níu mörk fyrir Ísland og var langmarkahæsti leikmaður liðsins. Seinni leikinn unnu þær pólsku einnig 25-18 en Hrafnhildur Hanna gerði eitt mark í leiknum.

Leikirnir í Póllandi voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleiki við Svartfjallaland í júní um sæti á heimsmeistaramótinu sem verður í Danmörku í desember. Fyrri leikur liðanna verður í Svartfjallalandi sunnudaginn 7. júní og sá síðari í Laugardalshöll viku síðar.

Hrafnhildur Hanna var markahæst í Póllandi.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Eyjólfur Garðarsson