Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Hollands

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Hollands

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hélt í morgun til Hollands ásamt félögum sínum í A-landsliði kvenna. Liðið dvelur í viku í Hollandi þar sem stelpurnar æfa með og keppa við hollenska A-landsliðið sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu sem fram fór í desember á síðasta ári.

Þess má geta að með liðinu verða einnig Selfyssingarnir Elena Elísabet Birgisdóttir og Steinunn Hansdóttir fyrrum leikmenn Selfoss.

Hrafnhildur Hanna á fast sæti í landsliði Íslands.
Ljósmynd: Umf. Selfoss