Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Noregs

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Noregs

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í landsliðshópi Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við B-lið Noregs í Noregi.

Leikirnir fara fram 28. nóvember kl. 12:30 í Gjövik, Fjellhall og 29. nóvember kl. 12:30 í Hakonshall, Lillehammer. Tímasetningar eru að íslenskum tíma.