Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í hópi 17 leikmanna sem Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið til að taka þátt í æfingum og móti í Póllandi dagana 4.-9. október 2016.

Á mótinu leika landslið Íslands, Svíþjóðar, Póllands og Slóvakíu. Þess má geta að þetta eru fyrstu leikir Axel Stefánssonar með A landslið kvenna.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson