Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Póllands

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var á dögunum valin í 23 manna A-landsliðshóp HSÍ sem æfir fyrir leiki gegn Svartfjallalandi 7. og 14. júní. Af þessum 23 manna hópi hafa 16 leikmenn verið valdir til að spila æfingaleiki við Pólland í Póllandi um næstu helgi. Hrafnhildur Hanna er í 16 manna hópnum og fór áleiðis til Póllands á þriðjudagskvöldið og mun spila tvo leiki ytra á föstudag og laugardag.

Hrafnhildur Hanna er fastamaður í landsliðshópi Íslands.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Eyjólfur Garðarsson