Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Íslenska landsliðið lék tvo erfiða leiki í undankeppni EM gegn Frakklandi og Þjóðverjum í seinustu viku.

Fyrri leikurinn á útivelli gegn Frökkum tapaðist 17-27 þar sem Hanna skoraði eitt mark.

Seinni leikurinn sem fram fór í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda var áttundi landsleikur Hönnu sem hóf leik á bekknum meðan ekkert gekk hjá liðsfélögum hennar í upphafi leiks. Hún átti hins vegar flotta innkomu, sýndi mikið sjálfstraust og átti hvað mestan þátt í að Ísland jafnaði leikinn í 7-7. Leikurinn járnum eftir það en Þjóðverjar alltaf skrefinu á undan og sigruðu að lokum 17-22. Hanna skoraði þrjú mörk í leiknum.

Framtíðin er björt í íslenskum kvennabolta með Hönnu og aðrar efnilegar stelpur á vellinum.

Næstu leikir í undankeppninni eru 9. og 13. mars gegn Sviss heima og heiman.