Hrafnhildur Hanna út í atvinnumennsku

Hrafnhildur Hanna út í atvinnumennsku

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball.

Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Selfossliðinu, allt frá 16 ára aldri árið 2011.  Franska liðið sem hún er að ganga til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deildina og er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum.  Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans.  Við óskum Hönnu okkar hjartanlega til hamingju með þetta stóra skref.


Mynd: Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss í vetur.
Umf. Selfoss / JÁE